Bústólpi hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun, sem var haldin var, 12. október s.l, voru afhentar viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar, hreyfiafls FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu, til 56 fyrirtækja, 11 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila.

Bústólpi er meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenninguna í ár. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu.

Jafnvægisvogina fá þau fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum.

Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við mat á þeim sem hlutu viðurkenninguna.

Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 239 talsins.