Skilmálar og persónuvernd

SKILMÁLAR FYRIR VEFVERSLUN

Seldar vörur eru afgreiddar úr verslun Bústólpa næsta virka dag eftir pöntun, með þeim fyrirvara þó að þær séu til á lager.

Séu pantaðar vörur uppseldar tímabundið mun starfsmaður Bústólpa hafa samband við fyrsta tækifæri með tölvupósti.

Sendingar sem viðskiptavinur sækir sjálfur eru afhentar í verslun Bústólpa gegn framvísun persónuskilríkja eða skriflegu umboði kaupanda

Póstsendingar eru afgreiddar úr verslun Bústólpa alla virka daga og ættu að jafnaði að berast á áfangastað 2-3 virkum dögum eftir pöntun.

Greiðslur með kreditkortum eru alfarið meðhöndlaðar af vefþjónum Valitor, greiðslumiðlun Visa og eru engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum Bústólpa.

Frír flutningur er á næstu afgreiðslustöð Samskipa á pöntunum yfir 25.000 kr. Fyrir sendingar undir 25.000 kr er fast gjald 990 kr. Þetta gildir fyrir póstnúmer 530 – 761. Utan þeirra póstnúmera gildir gjaldskrá viðkomandi flutningsaðila.

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.

Varðandi fóður, fræ og áburð þá leyfir gæðakerfi Bústólpa sem og reglur Matvælastofnunar ekki vöruskil ef viðkomandi vörur hafa farið heim á bæ / vinnslustöð. Um aðrar vörur sem ekki heyra undir þessar reglur, þá gilda almenn neytendalög um vöruskil.

Meðferð persónuupplýsinga

Notendur pöntunarvefs Bústólpa geta þurft að gefa upp persónuupplýsingar í sambandi við kaup á þjónustu á vefnum. Ef þeir vilja síðar að þessum upplýsingum sé eytt, mun Bústólpi verða við þeirri ósk, nema því aðeins að það sé ekki hægt af bókhaldslegum eða lagalegum orsökum.

Bústólpi áskilur sér rétt til að eiga í markaðssamskiptum við notendur pöntunarvefsins í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og fjarskiptalaga nr. 81/2003.

Vefkökur

Vefkökur (cookies) frá fyrsta aðila eru notaðar á ýmsum hlutum vefsins og í ýmsum tilgangi. Þær geta t.d. verið notaðar til að fylgja slóð tiltekins notenda gegnum vefinn, vista stillingar sem hann hefur valið. Einnig nýtir Bústólpi vefkökur til að greina umferð um vefinn.

Vefkökur eru ekki tengdar við persónuupplýsingar, nema í þeim tilvikum sem nefnd eru hér að ofan. Persónuupplýsingar eru aldrei vistaðar í vefkökunum sjálfum. Persónuupplýsingar notenda eru aldrei framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði.

Vefkökur sem tilheyra þriðja aðila (Google) eru notaðar á pöntunarvefnum m.a. til þess greina notkun vefsetursins hvað varðar fjölda notenda og hegðun þeirra á vefsetrinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.

Greiðslur

Allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar eru í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.is og geymum við ekki kortanúmer greiðanda.