DeLaval

Velferð og aðbúnaður

DeLaval hefur yfir 125 ára reynslu innan landbúnaðargeirans og er leiðandi fyrirtæki um heim allan við framleiðslu á mjaltabúnaði. DeLaval framleiðir hágæða vörur og heildarlausnir sem hafa það að markmiði að auka framleiðslu á mjólk, huga að dýravelferð og almennum lífsgæðum. Framtíðasýn DeLaval er að gera sjálfbæra matvælaframleiðslu mögulega, styðja við viðskiptavini til að minnka umhverfisfótspor þeirra en jafnframt að bæta matvælaframleiðslu, arðsemi og vellíðan fólks og dýra sem eiga í hlut.

Bústólpi er sölu- og þjónustuaðili fyrir DeLaval mjaltabúnað. Fimm starfsmenn eru í fullu starfi hjá Bústólpa við að þjónusta mjaltabúnað ásamt því að sjá um uppsetningu á nýjum búnaði hjá bændum.

Í verslun Bústólpa er haldinn varahlutalager með öllu því helsta sem þarf til viðhalds á slíkum búnaði. Á það jafnt við um eldri kerfi og nýjustu gerðir sjálfvirkra mjaltaþjóna.

Skipulag og endurnýjun fjósa með tilliti til mjalta og fóðrunar

Starfsmenn Bústólpa vinna með bændum að hugmyndum um skipulag fjósa. Þannig ræður fyrirtækið yfir þekkingu og tækni til að teikna þrívíðar myndir af fjósum sem nýtast vel þegar verið er að skoða hvort t.d. mjaltaþjóni verði komið við í viðkomandi fjósi og hverskonar skipulag og hjarðstýring eigi við. Við þessa vinnu njótum við leiðsagnar færustu sérfræðinga DeLaval

Vörulisti DeLaval.

Hér má fletta í gegnum bækling sem fer yfir eiginleika og virkni VMS™ V300 mjaltaþjónsins.

DeLaval í vefverslun