Heyverkunarvörur

Hágæða rúlluplast frá Trioworld

Hjá Bústólpa færðu mikið úrval af vörum til heyverkunar; rúlluplast, net og heyverkunarefni.

Bústólpi hefur, til fjölda ára, verið með rúlluplast í sölu frá sænska framleiðandanum Trioworld. Plastið er fáanlegt í þremur litum, hvítt, grænt og svart. Plastið kemur í tveimur stærðum: 750×1500 m og 500×1800 m (einungis hvítt). Einnig bjóðum við sama plast kassalaust í stærðini 750×1700 m.

Við bjóðum einnig forstrekkt plast Trioplus frá sama framleiðanda. Fæst það bæði hvítt og grænt í stærðinni 730×2100 m. Hér er um mjög hagkvæman kost að ræða þar sem þetta plast er mun ódýrara per pakkaða heyrúllu en hefðbundið plast.

TrioBaleCompressor er plast sem þróað er af Trioworld verksmiðjunum. Plastið kemur í stað nets og er einungis hægt að nota á nýrri gerðir véla sem hannaðar eru fyrir plastið.

Ecosyl heyverkunarefni

Bústólpi hefur hafið innflutning og sölu á hinum heimsþekktu heyverkunarvörum Ecosyl sem reynst hafa einstaklega vel.

Ecosyl 100
Ecosyl hentar vel í rúlluverkað gras og stæður með þurrefni um 30%.

Ecosyl Ecocool
Ecocool hentar í seinslegið gras og heilsæði þar sem sérstaklega er hætta á loftgötum í verkuninni.

Ecosyl Ecobale
Ecobale er öflugt mygluvarnarefni hentar efst í stæður og þurrlegar rúllur.

Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu Ecosyl.

Heyverkunarvörur í vefverslun