Áburður

Áburður

Græðir – Áburður fyrir íslenskar aðstæður

Bústólpi býður upp á mikið úrval einkorna og fjölkorna áburðartegunda sem henta vel við íslenskar aðstæður.
Efnasamsetning á Græði byggir á áratuga hefð og efnasamsetningu sem unnin var í samráði við ráðunauta og bændur. Við tegundavalið er leitast eftir að uppfylla óskir viðskiptavina, miðað við sem flestar tegundir túna og jarðvegsgerðir.

Bústólpi býður upp á áburð sem hentar kornrækt, uppgræðslu, skógrækt og einnig við ræktun matjurta og skrautgarða. Við aðstoðum viðskiptavini við að finna áburð sem hentar hverju sinni.
Bústólpi gefur árlega út Græði áburðarrit þar sem má finna fróðleik, vöru- og verðskrá.

Áburður í smásekkjum

Bústólpi býður einnig upp á áburð í smápakkningum undir merkjum íslensku áburðarfjölskyldunnar fyrir garð- og sumarhúsaeigendur.

Íslenska áburðarfjölskyldan er frábær alhliða áburður fyrir alla garðyrkju. Gerðu vel við garðinn þinn og veldu góðan áburð!