Verð lækkar á fóðri 26. september

Fóður framleitt hjá Bústólpa lækkar í verði frá og með þriðjudeginum 26. september 2023. Lækkunin nemur 5-7% á mjólkurkúafóðri, 8% á köggluðu byggi, 3% á kálfakögglum og 5% á nautaeldi. Lækkunin er tilkomin vegna hagstæðari innkaupa á lykilhráefnum til framleiðslunnar og hagstæðrar þróunar á gengi krónunnar við innkaup. Nýjan verðlista má finna hér: https://www.bustolpi.is/fodur/verdlisti-fodurs/ Nánari […]

Verð og flokkun á korni 2023

Bústólpi hefur gefið út verðskrá á þurrkuðu byggi frá bændum haustið 2023. Æskilegt er að bændur komi með sýni af korni til mælingar áður en afhending fer fram sé minnsti grunur um að kornið standist ekki gæðakröfur um móttöku og vinnslu. Ekki er tekið á móti korni með rúmþyngd undir 500 g/lítra til kaups. Frekari […]

Heysýnataka og fóðurráðgjöf

Bústólpi mun áfram bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar. Fóðursérfræðingur Bústólpa mun annast alla framkvæmdina, frá töku sýna til fóðuráætlunar. Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað […]

Verð hækkar á fóðri 22. desember

Í dag 22. desember hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 2,0 – 2,5% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunarinnar eru áframhaldandi hækkanir á innfluttum hrávörum. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350.

Verð hækkar á fóðri 9. desember

Í dag föstudaginn 9. desember hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 2,3 – 3,7% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunarinnar eru áframhaldandi hækkanir á innfluttum hrávörum. Síðasta verðbreyting á fóðri hjá Bústólpa var gerð þann 21. september s.l. Þá hækkar flutningskostnaður á fóðri einnig um 0,14 til 0,23 kr/kg, mismunandi eftir flutningsleiðum. Flutningsverð hafa […]

Bústólpi tilheyrir flokki framúrskarandi fyrirtækja

Bústólpi tilheyrir flokki Framúrskarandi fyrirtækja hjá CreditInfo tólfta árið í röð! Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að geta sýnt fram á heilbrigða og trausta starfsemi ásamt stöðugleika í restri. Það er okkur heiður að tilheyra þessum flokki þar sem aðeins 2% íslenskra fyrirtækja ná inn á listann ár hvert. Við erum einnig Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri valið af […]

Verð hækkar á fóðri 21. september

Í dag miðvikudaginn 21. september hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 0 – 2,2% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunarinnar eru hækkanir á innfluttum hrávörum. Síðasta verðbreyting á fóðri hjá Bústólpa var gerð þann 11. maí s.l. og er því um uppsafnaðar hækkanir að ræða sem við sjáum okkur knúin til að setja út […]

Verð hækkar á fóðri 11. maí

Verð hækkar á fóðri hjá Bústólpa í dag, miðvikudaginn 11. maí. Hækkunin er frá 0,5 til 2,0% á felstum kjarnfóðurtegundum. Hænsnafóður hækkar þó ekki nú. Hækkunin er tilkominn vegna áframhaldandi hækkana á hrávörum. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Verð hækkar á fóðri 6. apríl

Verð hækkar í dag á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin, sem nemur 5,0 til 7,5%, er tilkomin vegna áframhaldandi mikilla hækkana á hrávörum til fóðurframleiðslunnar. Nánari upplýsingar veirir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Verð hækkar á fóðri 15. mars

Verð hækkaði hjá Bústólpa á fóðri 15. mars 2022 Hækkunin er frá 1,5 til 5,0% mismunandi eftir tegundum fóðurs. Ástæðan eru áframhaldandi hækkanir á hráefnum til fóðurgerðar. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

child theme wp