Sáðvara
Heim » Áburður og sáðvara » Sáðvara

Sáðvörur
Hágæða yrki
Hjá Bústólpa færðu ráðleggingar um sáningarferlið í heild sinni, allt frá fræi til fóðurs. Við leiðbeinum þér um hvaða sáðvörur henta þínum aðstæðum, hvenær rétti tíminn er til að sá og bera áburðinn á.
Bústólpi býður upp á hágæða yrki, sem eru þróuð í samráði við íslenska bændur, ráðunauta og helstu sérfræðinga. Mjög er vandað til samsetninga yrkja, sem þurfa að vera í réttu hlutfalli í blöndunum, auk þess sem tekið er mið af hverju landsvæði fyrir sig.
Hvar sem þú ert á landinu og hverjar sem þarfirnar eru, þá bjóðum við upp á gott úrval af sáðvörum sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður.
Vortilboð á sáðvörum
Ef pantað er fyrir 15. maí 2023 gildir sérstakt tilboðsverð til bænda á sáðvörum. Veittur er 10% afsláttur til þeirra sem panta snemma. Sjá verðskrá hér að neðan.
Vörulista ásamt upplýsingum um verð má finna í sáðvörulistanum hér að neðan: