DeLaval þjónusta

Þjónustuaðili DeLaval á Íslandi

Bústólpi er sölu- og þjónustuaðili fyrir DeLaval mjaltabúnað. Fimm starfsmenn eru í fullu starfi hjá Bústólpa við að þjónusta mjaltabúnað ásamt því að sjá um uppsetningu á nýjum búnaði hjá bændum.

Í verslun Bústólpa er haldinn varahlutalager með öllu því helsta sem þarf til viðhalds á slíkum búnaði og á það jafnt við um eldri kerfi og nýjustu gerðir sjálfvirkra mjaltaþjóna.

Þjónustusamningar um fyrirbyggjandi viðhald á mjaltabúnaði

Bændum standa til boða þjónustusamningar um nauðsynlegt fyrirbyggjandi viðhald á mjaltabúnaði. Samningar þessir veita bændum einnig betri kjör á varahlutum. Kynntu þér málið hjá þjónustumönnum okkar.

Skipulag og endurnýjun fjósa með tilliti til mjalta og fóðrunar

Starfsmenn Bústólpa vinna með bændum að hugmyndum um skipulag fjósa. Þannig ræður fyrirtækið yfir þekkingu og tækni til að teikna þrívíðar myndir af fjósum sem nýtast vel þegar verið er að skoða hvort t.d. mjaltaþjóni verði komið við í viðkomandi fjósi og hverskonar skipulag og hjarðstýring eigi við. Við þessa vinnu njótum við leiðsagnar færustu sérfræðinga DeLaval.

Neyðarsími fyrir VMS DeLaval mjaltaþjóna

Utan hefðbundins vinnutíma má ná í sérfræðinga í þjónustu DeLaval mjaltaþjóna í gegnum vaktsíma 460 3366.

Starfsfólk DeLaval hjá Bústólpa

Stefán H. Björgvinsson

Þjónustustjóri DeLaval

Ingvar Olsen

Þjónustumaður DeLaval

Magnús Skúlason

Þjónustumaður DeLaval

Bergur Guðmundsson

Þjónustumaður DeLaval

Hermann Sæmundsson

Þjónustumaður DeLaval