Bústólpi

Um okkur

Bústólpi starfrækir fóðurverksmiðju á Oddeyrartanga á Akureyri ásamt því að reka verslun með vörur sem tengjast landbúnaði. Helst ber þar að nefna áburð, sáðvörur, girðingarefni, sápuefni, vítamín og steinefni, heyverkunarvörur, kálfa- og lambamjólk ásamt ýmsum smávörum sem bændur nota við rekstur sinn.

Aðal framleiðsluvörur fyrirtækisins eru fjölmargar tegundir kjarnfóðurs fyrir húsdýr í landbúnaði. Hjá Bústólpa eru framleidd árlega um 17 þúsund tonn af kjarnfóðri auk þess sem félagið selur um 5 þúsund tonn af hráefnum til annarra aðila.
Framleiðsla Bústólpa er vöktuð með virku gæðakerfi á öllum stigum allt frá vali hráefna til afhendingar fóðurs til bænda.

Framleiðsla Bústólpa er vottuð af MAST.

(Auðkennisnúmer Bústólpa er: αIS-A102)

Fræðsluefni

Vefverslun