Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Bústólpi hefur mótað sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu til þess að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna hjá fyrirtækinu skv. Jafnréttislögum 150/2020.

1.0 Tilgangur og markmið

Að tryggja jafnrétti og jafna stöðu alls starfsfólks innan fyrirtækisins. Markmið Bústólpa með stefnunni er að nýta krafta og hæfni starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað í launum eða möguleikum til starfsframa innan félagsins.

Tilgangur jafnréttisstefnunnar er að minna stjórnendur og starfsmenn á mikilvægi þess að allir fái notið sín án mismununar eða áreitis af nokkru tagi. Hér er átt við að allir fái notið sín án tillits til skoðana, kynferðis, þjóðernis, trúarbragða, aldurs og stöðu innan fyrirtækisins.

2.0 Umfang

Bústólpi hefur innleitt jafnlaunastefnu sem nær til allra starfsmanna. Stefnan inniheldur jafnframt jafnréttisstefnu fyrirtækisins.

Jafnréttis- og jafnlaunastefna Bústólpa skal um leið uppfylla ákvæði laga nr. 150/2022 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja.

3.0 Jafnréttis- og jafnlaunastefna Bústólpa

Bústólpi leggur áherslu á jafnrétti kynjanna bæði hvað varða launagreiðslur og möguleika til starfsframa innan fyrirtækisins. Er það stefna fyrirtækisins að nýta til jafns styrkleika alls starfsfólk þannig að hæfileikar og færni njóti sín sem best. Bústólpi skal vera vinnustaður þar sem einstaklingurinn er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu um leið og starfsfólki eru sköpuð jöfn tækifæri til að axla ábygð og sinna verkefnum óháð kyni.

Meginmarkmið í jafnréttismálum hjá Bústólpa eru:

  • Bústólpi er vinnustaður þar sem allt starfsfólk á jafnan möguleika.
  • Bústólpi er vinnustaður þar sem allt starfsfólk fær jöfn laun fyrir sambærileg störf.
  • Bústólpi er vinnustaður þar sem kynbundin eða kynferðisleg áreitni lýðst ekki.
  • Bústólpi er vinnustaður þar sem einelti eða hverkyns mismunun eða niðurlæging lýðst ekki.
  • Bústólpi er vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að starfsfólk geti samræmt vinnu og einkalíf.

Launajafnrétti

Öllu starfsfólki sem starfar hjá Bústólpa skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.

Bústólpi hefur sett sér markmið að öðlast jafnlaunastaðfestingu og þar með sett sér jafnlaunastefnu og skuldbundið sig til að fylgja stefnunni eftir.

Jafnlaunagreiningar eru framkvæmdar árlega og brugðist er við launamun.

Laus störf

Við ráðningu skal hæfasti umsækjandinn ætið valinn útfrá málefnalegum sjónarmiðum svo sem hæfni, færni, menntun og reynslu. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið við val á umsækjanda.

Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Allt starfsfólk skal njóta sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar. Einnig til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf innan fyrirtækisins.

Samræming fjölskyldulífs og vinnu

Bústólpi er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem öllu starfsfólki er gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.

Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa vinnustaðarins. Þannig skal starfsmönnum auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi frá vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.

Kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Lögð er áhersla á góða líðan starfsmanna og góðan starfsanda hjá Bústólpa.

Þannig eiga allir starfsmenn rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti hvorki kynbundinni- né, kynferðislegri áreitni, einelti, niðurlægingu eða ofbeldi af öðru tagi.

Ef sýnt þykir að einelti, kynbundin- og/eða kynferðisleg áreitni hafi átt sér stað er tekið á því með formlegum hætti og getur ferlið endað með brottvísun úr starfi.

Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið innan félagsins og hefur Bústólpi mótað formlegt ferli fyrir tilkynninga því tengdu.

Viðbragðsáætlun við einelti og ofbeldi er aðgengileg öllu starfsfólki.

4.0 Innleiðing, kynning og rýni

Framkvæmdastjóri Bústólpa er ábyrgur fyrir innleiðingu og framkvæmd stefnunnar.

Framkvæmdastjóri er jafnframt ábyrgur fyrir því að áætluninni sé viðhaldi, hún rýnd og endurskoðuð árlega. Framkvæmdastjóri er einnig ábyrgur fyrir að jafnlaunastefnu fyrirtækisins sé fylgt í hvívetna við ráðningar og breytingar á launum og kjörum starfsmanna.

Jafnréttis- og jafnlaunastefna Bústólpa skal vera aðgengileg öllum starfsmönnum fyrirtækisins og vera kynnt nýjum starfsmönnum þegar þeir hefja störf hjá fyrirtækinu. Stefnurnar eru aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins.

Allir stjórnendur Bústólpa skuldbinda sig til að fylgjast með og framfylgja stefnunni og bera samábyrgð gagnvart því að stöðugar umbætur geti átt sér stað á öllum þáttum jafnréttis- og jafnlaunastefnunnar.

Fyrst útgefin: 14.03.2019

Endurskoðuð: 05.12.2022

Jafnréttis- og jafnlaunastefna gildir til þriggja ára og skal endurskoðast í síðasta lagi í október 2025.

Bústólpi hlaut jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu 5. janúar 2023. Gildistími er þrjú ár.

Fræðsluefni

Vefverslun