Heysýnataka og fóðurráðgjöf

Hámarkaðu afurðirnar með réttu kjarnfóðri

Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað sínar afurðir á sem hagkvæmastan hátt með því að fá faglega ráðgjöf um fóðrun og aðstoð við val á kjarnfóðri sem hentar hverju sinni á móti gróffóðrinu.

Hjá Bústólpa starfar fóðursérfræðingur sem aðstoðar bændur við val á kjarnfóðri ásamt almennum ráðleggingum.

Bústólpi býður sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar.

Viðbótarþjónusta

Óski bændur eftir fleiri heysýnum eða frekari vinnu við fóðuráætlanagerð seinna meir, t.d. ef miklar breytingar verða á gróffóðurgjöf á miðjum vetri, geta viðskiptavinir keypt viðbótarþjónustu af Bústólpa.
Fóðurfræðingur Bústólpa er Berglind Ósk Óðinsdóttir.

Hafðu samband

Berglind Ósk Óðinsdóttir

Fóðurfræðingur