Verð lækkar á fóðri 26. september

Fóður framleitt hjá Bústólpa lækkar í verði frá og með þriðjudeginum 26. september 2023.

Lækkunin nemur 5-7% á mjólkurkúafóðri, 8% á köggluðu byggi, 3% á kálfakögglum og 5% á nautaeldi.

Lækkunin er tilkomin vegna hagstæðari innkaupa á lykilhráefnum til framleiðslunnar og hagstæðrar þróunar á gengi krónunnar við innkaup.

Nýjan verðlista má finna hér: https://www.bustolpi.is/fodur/verdlisti-fodurs/

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350.