Verð hækkar á fóðri 9. desember

Í dag föstudaginn 9. desember hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 2,3 – 3,7% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunarinnar eru áframhaldandi hækkanir á innfluttum hrávörum. Síðasta verðbreyting á fóðri hjá Bústólpa var gerð þann 21. september s.l.

Þá hækkar flutningskostnaður á fóðri einnig um 0,14 til 0,23 kr/kg, mismunandi eftir flutningsleiðum. Flutningsverð hafa verið óbreytt frá 1. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350.