Heysýnataka og fóðurráðgjöf

Bústólpi mun áfram bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar. Fóðursérfræðingur Bústólpa mun annast alla framkvæmdina, frá töku sýna til fóðuráætlunar.

Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað sínar afurðir á sem hagkvæmastan hátt með því að fá faglega ráðgjöf um fóðrun og aðstoð við val á kjarnfóðri sem hentar hverju sinni á móti gróffóðrinu.

Pantaðu sýnatöku hjá okkur fyrir 31. ágúst

Hafir þú áhuga á að fá slíka þjónustu frá okkur leggur þú inn pöntun fyrir 31. ágúst á netfangið asdis@bustolpi.is eða hringir í síma 460 3350.