Kornmóttaka

Bústólpi kaupir þurrkað bygg af bændum til vinnslu. Einnig stendur bændum til boða að koma með sitt korn til okkar og fá það unnið í kjarnfóður. Er þá boðið uppá sérvinnslu þar sem kornið er malað, hitameðhöndlað og kögglað. Síðan er val um að bæta í það hráefnum og snefilefnum til að fá þá blöndu sem hver óskar. Eftir slíka vinnslu er einnig auðvelt að gefa byggið í sjálfvirkum gjafakerfum.

Sem dæmi um sérvinnslu má nefna:

1) Kögglað bygg. Er þá byggið malað, hitameðhöndlað og í það bætt melassa. Síðan er blandan köggluð og kæld niður á ný.

2) Sérblanda. Fleiri hráefnum bætt saman við byggið eins og t.d. fiskimjöli eða sojamjöli til að auka próteininnihald fóðursins og síðan bætt við vítamínum og steinefnum sem henta t.d. til nautaeldis eða fyrir mjólkurkýr.

Nánari upplýsingar er að finna á undirsíðunum "Kaup á korni frá bændum" og "Vinnsla á korni", sjá hér til vinstri á síðunni.