Hágæða steinefnablöndur og vítamín

Við hjá Bústólpa bjóðum upp á mikið úrval af hágæða steinefnablöndum og vítamínum fyrir íslenskt búfé. 

Effekt Midi Island - kurluð steinefnablanda
er kurluð steinefnablanda sem sérframleidd er fyrir Bústólpa af Lantmännen í Svíþjóð. Mikil reynsla er komin á þessa blöndu sem framleidd er eftir uppskrift Bústólpa. Blandan er þannig sérsniðin að íslenskum aðstæðum og er sérstaklega rík af Seleni (Alcosel-lífrænt selen)

Effekt kögglaðar steinefnablöndur
Tvær grunntegundir af steinefnablöndum; Alhliða steinefnablanda og kalsíumrík steinefnablanda.

PRX Bústólpi 43
er fínkurluð steinefnablanda fyrir kindur. Þessi blanda var áður þekkt hjá Bústólpa undir nafninu Stewart 43

Nýjar steinefnablöndur frá Lantmännen

Effekt Optimal Balans V er ný kynslóð steinefna

Effekt Optimal Balans V er sérstaklega hönnuð fyrir mjólkurkýr. Hún hefur sama steinefna- og vítamíninnihald og Effekt Optimal en þar til viðbótar inniheldur hún ilmkjarnaolíur. Olíurnar hafa áhrif á örverurnar í vömbinni með þeim hætti að draga úr virkni þeirra sem brjóta niður fóðurprótein í ammoníak. Þetta bætir nýtingu próteins því tapast minna út sem úrefni og stærri hluti kemst þá niður til þarma.

Effekt Fruktsam

Effekt Fruktsam er kurluð steinefnablanda fyrir kýr og kvígur sem fá lítið sem ekkert kjarnfóður. Hún er sérstaklega samsett fyrir kvendýr sem eru bæði að þroskast og/eða eiga að festa fang. Balandan hentar sérstaklega vel þar sem fóðrað er eingöngu á gróffóðri eins og kýr í nautakjötsframleiðslu og kvígur í uppeldi fá gjarnan. Blandan inniheldur sérstaklega mikið af seleni og vítamínum.

Effekt Kalva

Effekt Kalva er kurluð steinefniblanda sérstaklega samsett fyrir geldkýr, hámjólkandi fyrsta kálfs kvígur og kýr sem eru í nautkjötsframleiðslu. Blönduna má einnig nota við lífræna framleiðslu.

Þessi blanda fyrir geldkýr inniheldur aukalega af þeim steinefnum og vítamínum sem eru nauðsynleg kúnni og ófæddum kálfi hennar samanborið við hefðbundnar steinefnablöndur.

Mixa Optimal

Mixa Optimal er alhliða steinefnablanda sem hentar við hefðbundnar aðstæður á gróffóður og kjarnfóðurgjöf þar sem þarf að bæta aðeins við steinefnagjöfina. Mixa er sérstaklega hannað fyrir mjólkurkýr en það hentar líka ágætlega fyrir kýr í nautakjötsframleiðslu og gripi í uppeldi. Mixa er sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru með fóðurblandara og vilja að steinefnin blandist gróffóðrinu vel.

 

Innihaldslýsingar er að finna hér á eftir:
Effekt Midi Island - kurluð steinefnablanda

Effekt kögglaðar steinefnablöndur

PRX Bústólpi 43

Effekt Fruktsam                                                                                               

Effekt Kalva                                                                                                       

Effekt Optimal Balans V                                                                                       

Mixa Optimal                                                                                                 

Diakur Plus

bustolpi-6932-heimasidan-steinefni-web_1024x266