Fóður

Hágæða fiskimjöl - lífrænt selen
Íslensk framleiðsla

Við framleiðslu á fóðri hjá Bústólpa eru einungis notuð hágæða hráefni og allt kapp lagt á að varðveita gæði hráefnanna sem best við vinnsluna.

  • Einungis er notað hágæða Kolmunnamjöl frá Eskju. Kolmunnamjölið er til muna próteinríkara mjöl og af meiri gæðum en hefðbundið fiskibeinamjöl. Notkun þess tryggir auk þess jafnari gæði og til muna minni breytileika í lykt kjarnfóðursins milli sendinga.

  • Lífrænt selen í öllu fóðri. Við fóðurframleiðsluna er eingöngu notað lífrænt selen “Alkosel”, en rannsóknir hafa sýnt að upptaka og nýting selens á lífrænu formi er betri og hefur einnig jákvæð áhrif á upptöku annarra steinefna.

  • Sérsniðin steinefni og vítamín fyrir íslenskar aðstæður. Þannig innihalda t.d. kúafóðurblöndur Bústólpa vítamín- og steinefnapakkann “PRX Bustolpi KO” sem sérsniðinn er að þörfum mjólkurkúa á Íslandi og inniheldur þannig öll þau snefilefni sem nauðsynleg eru hámjólka kúm.
islensk_framleidsla