Verð lækkar á fóðri 10. maí

Fóður framleitt hjá Bústólpa lækkar í verði frá og með föstudeginum 10. maí 2024.

Lækkunin nemur 3-4%, mismunandi eftir tegundum.

Lækkunin er tilkomin vegna hagstæðari innkaupa á lykilhráefnum til framleiðslunnar.

Þó svo að blikur séu á lofti um hækkanir á kornmörkuðum, þá munum við láta viðskiptavini okkar njóta þeirrar lækkunar sem er á þeim kornförmum sem við erum að taka á móti þessa dagana.

Nýjan verðlista má finna hér: https://www.bustolpi.is/fodur/verdlisti-fodurs/

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350.