Verð hækkar á fóðri 21. september

Í dag miðvikudaginn 21. september hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 0 – 2,2% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunarinnar eru hækkanir á innfluttum hrávörum. Síðasta verðbreyting á fóðri hjá Bústólpa var gerð þann 11. maí s.l. og er því um uppsafnaðar hækkanir að ræða sem við sjáum okkur knúin til að setja út í verðlagið.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350.