Bústólpi tilheyrir flokki framúrskarandi fyrirtækja

Bústólpi tilheyrir flokki Framúrskarandi fyrirtækja hjá CreditInfo tólfta árið í röð!

Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að geta sýnt fram á heilbrigða og trausta starfsemi ásamt stöðugleika í restri.

Það er okkur heiður að tilheyra þessum flokki þar sem aðeins 2% íslenskra fyrirtækja ná inn á listann ár hvert.

Við erum einnig Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri valið af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Þá viðurkenningu höfum við hlotið síðan 2017.

Við erum stolt af okkar frábæra starfsfólki og vinnunni sem þau leggja til á degi hverjum og er þetta hvatning til að gera enn betur um ókomna tíð.