Lýsing
Þrif WC-hreinsir er öflugur, sótthreinsandi hreinsilögur með ferskum ilmi. Reglubundin notkun Þrifs WC-hreinsis kemur í veg fyrir uppsöfnun óhreininda innan í salernisskálum.
Notkun:
Opnið flöskuna með því að þrýsta á mörkuðu fletina sitt hvoru megin á tappanum samtímis sem skrúfað er. Beinið stútnum undir innanverða skálarbrúnina og sprautið hringinn, þ.a. lögurinn renni niður skálina. Látið virka eins lengi og mögulegt er, góður árangur næst á nokkrum mínútum. Hafið salernið opið á meðan efnið er að virka. Burstið eftir þörfum og skolið síðan niður.