Lambamjólkurduft Kaxig 15 kg

Lambamjólkurduft Kaxig 15 kg

15.624 kr. með VSK / 12.600 kr. án VSK

Á lager

Lammnäring Kaxig

Mjólkurduft ætlað lömbum allt að 6 mánaða.
Má einnig gefa kiðlingum.

Vörunúmer: 5-17 Flokkar: , Merki:

Lýsing

Innihald:
Mysuduft, jurtaolía (kókos & repja), hveitiglúten, vatnsrofið hveitiglúten, hveiti, laktósa, dextrose.
Varan inniheldur ekki soja og pálmaolíur.

Notkunarleiðbeiningar:
• Ábót við ærmjólk.
• Getur komið í stað fyrir ærmjólk ef lömbin eru alin aðskilin frá ærinni.
• Hentar bæði fyrir pela og sjálfvirka fóstrur.

Blöndun og undirbúningur:
Fyrir einn lítra skal blanda 200 g af dufti saman við 8 dl af vatni.
Fyrir kiðlinga, blandið 150 g af dufti saman við 8,5 dl af vatni.

Mælið helminginn af æskilegu magni af vatni, hitinn á að vera um 45°C.
Mælið og bætið við réttu magni af dufti. Blandið vel í að minnsta kosti 1 mínútu.
Fylltu upp með vatni í æskilegt magn af tilbúinni blöndu. Ákjósanlegt hitastig við gjöf er 39-41°C.
Fyrir eldri lömb og með sjálfvirkra fóstru má hitastigið vera við stofuhita.

Ráðleggingar um fóðrun:
Mikilvægt er að lömbin drekki broddmjólk eins fljótt og auðið er eftir burð.

Lambamjólkina má gefa lömbum strax eftir burð.
Fyrstu dagana er gefinn ca 1 lítri á dag deilt í 4-5 gjafir.
Frá 7. degi má auka skammtinn í 1,5-2 lítra á dag, deilt í a.m.k. 4 gjafir.

Lambamjólkurduft Kaxig inniheldur einkaleyfisvöruna Progres®. Progres® er náttúruleg vara hreinsuð úr trjákvoðu. Í trjákvoðuni er resinsýrur, rannsóknir hafa sýnt að þær hafi jákvæð áhrif á örverur í þörmum og stuðla þar með einnig að bættri heilsu og framleiðslu.

Tilraunir hafa sýnt að Progres® leiddi til:
– Betra ónæmiskerfi
– Meiri vöxt
– Aukin fóðurnýting

Sem samanlagt eykur arðsemi.