Vinnsla á korni

Hjá Bústólpa stendur bændum til boða að fá heimaræktað korn sitt unnið og kögglað. Tekið er við korninu eftir þurrkun. Er þá kornið fyrst malað og í það bætt melassa. Kornið er síðan hitameðhöndlað og kögglað. Hefðbundið kögglað bygg er bygg að viðbættum 4% melassa. Að vinnslu lokinni er því pakkað í stórsekki eða flutt heim til viðkomandi laust í fóðurbíl og dælt í fóðursíló á bænum.

Sé þess óskað er kornið blandað fleiri hráefnum eins og próteingjöfum, fiskimjöli eða sojamjöli, ásamt vítamínum og steinefnum þannig að útkoman verði kjarnfóðurblanda sem hentar hverjum og einum.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem lýsa ferlinu við móttöku og vinnslu á korni sem bændur koma með til Bústólpa.