Kaup á korni frá bændum

Bústólpi hefur á liðnum árum unnið með bændum að því að gera heimaræktað korn að markaðsvöru. Hjá Bústólpa er tekið við byggi til kaups sem síðan er nýtt sem hráefni við kjarnfóðurframleiðsluna. Þá er Bústólpi einnig aðili að kornþurrkun á tveimur stöðum með bændum, annarsvegar í Vallhólma í Skagafirði og hinsvegar á Hjalteyri við Eyjafjörð.

  • Tekið er við þurrkuðu byggi lausu á vögnum eða í stórsekkjum við verksmiðju Bústólpa á Akureyri
  • Byggið er losað af vögnum með löndunardælu og viktað og metið, sjá hér:
    Gæðaflokkun á byggi og verð haustið 2021 

Staff

Hörður Axel Harðarson

Verkstjóri