Um Bústólpa

Opnunartími verslunar og skrifstofu Bústólpa:
Virka daga frá kl 08:00 til 16:00
Sími: 460-3350   fax: 460-3351   bustolpi@bustolpi.is


Bústólpi starfrækir fóðurverksmiðju á Oddeyrartanga á Akureyri ásamt því að reka verslun með vörur sem tengjast landbúnaði. Helst ber þar að nefna áburð, sáðvörur, girðingarefni, sápuefni, vítamín og steinefni, heyverkunarvörur, kálfa- og lambamjólk ásamt ýmsum smávörum sem bændur nota við rekstur sinn.

Aðal framleiðsluvörur fyrirtækisins eru fjölmargar tegundir kjarnfóðurs fyrir húsdýr í landbúnaði. Hjá Bústólpa eru framleidd árlega milli 15 og 16 þús tonn af kjarnfóðri auk þess sem félagið selur 3 til 4 þús tonn af hráefnum til annarra aðila.

Framleiðsla Bústólpa er vöktuð með virku gæðakerfi á öllum stigum allt frá vali hráefna til afhendingar fóðurs til bænda. Framleiðsla Bústólpa er vottuð af MAST og einnig er verksmiðja Bústólpa vottuð til lífrænnar framleiðslu af Tún vottunarstofu.

Bústólpa er annt um íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag.