Fréttir

Fréttatilkynning – verðhækkun á fóðri

Mánudaginn 9. nóvember hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa.

Hækkunin nemur frá 0,3 til 3% mismunandi eftir tegundum. Hækkun nú er tilkomin vegna áframhaldandi hækkana á hráefnum, þá sérstaklega sojamjöli.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Fréttatilkynning – verðhækkun á fóðri 15-10-2020

Verð hækkar á fóðri hjá Bústólpa frá og með deginum í dag, 15/10 2020.

Verðhækkunin á fóðri er mismunandi eftir tegnundum, þar sem sumar tegundir hækka ekki en aðrar tegundir hækka á bilinu  0,5 - 3%
Hækkunin er tilkomin vegna áframhaldandi hækkana á hráefnum og óhagstæðri þróun á gengi.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Fréttatilkynning – verðhækkun á fóðri

Frá og með mánudeginum 14. september hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa.
Hækkunin sem nemur 1,5% er tilkomin vegna veikingar krónunnar á liðnum vikum.

Nánari upplýringar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

HEYSÝNATAKA – EFNAMÆLINGAR - FÓÐURRÁÐGJÖF

Bústólpi mun áfram bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría þjónustu við töku heysýna, efnamælingar á þeim og fóðurráðgjöf. Berglind Ósk fóðurfræðingur Bústólpa mun annast verkefnið. Fóðuráætlanagerð felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar ásamt eftirfylgni heimsókn sé þess óskað. 

Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað sínar afurðir á sem hagkvæmastan hátt með því að fá faglega ráðgjöf um fóðrun og aðstoð við val á kjarnfóðri sem hentar hverju sinni á móti gróffóðrinu.

Þeir viðskiptavinir sem hafa áhuga að slíkri þjónustu vinsamlegast sendið póst á netfangið asdis@bustolpi.is fyrir 31. ágúst n.k.

Fréttatilkynning – verðhækkun á fóðri

Í dag, mánudaginn 10. ágúst hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Vegna veikningar á gengi íslensku krónunnar og hækkana á hráefnum hækkar fóðurverð nú að jafnaði um 1,5%.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Fréttatilkynning – verðhækkun á fóðri

Verð á flestum fóðurtegundum hækkar um 1% frá og með 20. maí 2020
Ástæða hækkunar er veiking krónunnar og hækkanir á erlendum aðföngum.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Verslun Bústólpa opnar aftur 5. maí

Við höfum opnað verslunina okkar aftur.

Við förum að sjálfsögð eftir öllum leiðbeiningum sóttvarnalæknis og biðjum ykkur að taka þátt í því með okkur.

 Opnunartími er frá 8:00 - 16:00 alla virka daga.

 Vefverslunin okkar er þó alltaf opin: https://verslun.bustolpi.is/

 Hlökkum til að sjá ykkur!

 Starfsfólk Bústólpa

Fréttatilkynning – verðhækkun á fóðri 7/4 2020

Frá og með þriðjudeginum 14. apríl 2020 hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin er aðallega tilkomin vegna mikillar veikingar á gengi krónunnar á undanförnum vikum. Hækkunin er mismunandi eftir tegundum en að jafnaði er fóður að hækka um 5 – 6 %

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma: 460 3350

Til viðskiptavina Bústólpa – Vegna COVID-19 - Akureyri 23-03-2020

Tímabundin lokun verslunar á Akureyri

Til að draga enn frekar úr áhættu fyrir viðskiptavini okkar og starfsfólk höfum við ákveðið að loka verslun Bústólpa tímabundið eða þar til annað verður ákveðið.

Þar sem viðskiptavinir okkar koma allstaðar að af svæðinu teljum við þetta mikilvægt til að tryggja að við verðum ekki dreifistöð smits ef upp kæmi.

Allar okkar vörur verða þó áfram aðgengilegar og í sölu en bara á þann hátt að viðskiptavinir þurfa að hringja inn sínar pantanir eða panta í vefversluninni okkar www.bustolpi.is 

Viðbragðsáætlun vegna COVID-19 Akureyri 09-03-2020

Vegna COVID-19 veirufaraldursins hefur Bústólpi virkjað viðbragðsáætlun í samræmi við viðbragðsáætlun Sóttvarnalæknis og Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra "Heimsfaraldur, Landsáætlun, útgáfa 3.0

Bústólpi sem fóðurfyrirtæki er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og veruleg truflun á rekstri þess eða tímabundin stöðvun vegna faraldursins myndi hafa alvarlegar afleiðingar útí samfélagið, þar sem ekki væri hægt að koma fóðri til bænda.

Allar okkar áætlanir miða að því að tryggja órofinn rekstur fyrirtækisins og öryggi starfsfólks.

Vegna eðlis málsins er áætlunin endurskoðuð frá degi til dags.

Nánari upplýsingar veitir framkævmdastjóri í síma 460-3350