Bændaþjónusta

Hjá Bústólpa er rekin víðtæk þjónusta við bændur. Auk þess að vinna með bændum og ráðunautum þeirra að réttri fóðrun á hverjum tíma með ráðleggingum um kjarnfóðurval sér fyrirtækið tryggum viðskiptavinum sínum fyrir fóðursílóum, uppasetningu þeirra og viðhaldi ásamt því að reka sölu og þjónustu við DeLaval mjaltabúnað. Þá hefur fyrirtækið í ríkara mæli komið inn sem ráðgefandi við skipulag fjósa með það að markmiði að bændur nái sem bestum árangri í sínum rekstri.

Markmið Bústólpa er að vinna með bændum að framgangi landbúnaðar á starfssvæðinu þannig að allir hafi hag af.