Fóður

Hágæða íslensk framleiðsla

Við framleiðslu á fóðri hjá Bústólpa eru einungis notuð hágæða hráefni og allt kapp lagt á að varðveita gæði hráefnanna sem best við vinnsluna.

Einungis er notað hágæða kolmunnamjöl frá Eskju. Kolmunnamjölið er mun próteinríkara mjöl og af meiri gæðum en hefðbundið fiskibeinamjöl. Notkun þess tryggir auk þess jafnari gæði og minni breytileika í lykt kjarnfóðursins milli sendinga.

Lífrænt selen í öllu fóðri. Við fóðurframleiðsluna er eingöngu notað lífrænt selen “Alkosel”, en rannsóknir hafa sýnt að upptaka og nýting selens á lífrænu formi er betri og hefur einnig jákvæð áhrif á upptöku annarra steinefna.

Sérsniðin steinefni og vítamín fyrir íslenskar aðstæður. Kúafóðurblöndur Bústólpa innihalda vítamín- og steinefnapakkann “PRX Bustolpi KO” sem sérsniðinn er að þörfum mjólkurkúa á Íslandi og inniheldur þannig öll þau snefilefni sem nauðsynleg eru hámjólka kúm.

Nautgripafóður

Fiskimjölið skipar ríkan sess hjá Bústólpa sem lykilhráefni í helstu kúafóðurblöndunum enda afburða próteingjafi í slíkt fóður. Bústólpi framleiðir einnig ódýrari blöndur þar sem fiskimjöli er sleppt en engöngu nýttir ódýrari próteingjafar eins og sojamjöl og repjuhrat. Allar eiga fóðurblöndurnar það sammerkt að vera samsettar úr fjölmörgum hráefnum til að auka á gæði þeirra og fóðrunargildi.

Hjá Bústólpa er að finna fóðurblöndur fyrir allar aðstæður hvort heldur sem er við eldi kálfa, nautgripa eða fyrir hámjólka kýr.

Hér að neðan er listi yfir helstu fóðurtegundirnar og innihaldslýsingar þeirra:

Um fóðurblöndur Bústólpa
Leiðbeiningar um val á kjarnfóðri Bústólpa

Samanburður á kjarnfóðri

Vöxtur

Kálfakögglar
Vaxtarkögglar
Nautakögglar

Fiskimjölsríkt fóður

Lágpróteinblanda
Alhliðablanda
Orkublanda
Orkukögglar
Premium Pro-Fit 13%
Premium Pro-Fit 17%
Búkolla
Skjalda
Huppa
Kúamix Kurl
Bygg-sykurrófur

Sojamjöl sem aðal próteingjafi

DK-16
DK-20
Róbót 16
Róbót 20

Sauðfjárfóður

Kraftblanda Bústólpa er sérstaklega sniðin að þörfum sauðfjár því hún inniheldur engin erfðabreytt hráefni. Hún hentar vel á fengitíma og eftir burð. Kraftblandan er rík af hágæða fiskimjöli og inniheldur Effekt Midi Island steinefnablönduna.

Kraftblanda-30 innihaldslýsing
Kraftblanda-15 innihaldslýsing

Fuglafóður

Eggrún er heilfóðurlína fyrir unga og varpfugla. Fóðrið er sérstaklega samsett til að tryggja góða meltingu og þar með góða fóðurnýtingu. Ungafóðrið hentar hænsnum sem eru alin til kjöts eða varps, andarungum, gæsaungum eða jafnvel kalkúnum. Með því að fóðra unga og varpfugla á heilfóðri tryggir þú góða og örugga næringu í hverjum bita.

Ungi 1
Ungi 2
Varp 1
Varp 2

EGGrún – Ný fóðurlína fyrir unga og varpfugla

Fóður og bætiefni í vefverslun