01.08 2014
Fréttatilkynning – verðlækkun á kjarnfóðri 1. ágúst 2014

Vegna lækkunar á hráefnum á erlendum mörkuðum og jákvæðrar þróunar á gengi lækkar verð á öllu kjarnfóðri hjá Bústólpa. Lækkunin nemur 2% og hefur þegar tekið gildi.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460-3350


meira

23.05 2014

Fréttatilkynning frá Bústólpa 23. maí 2014

Nýjar kjarnfóðurblöndur á markað fyrir hámjólka kýr
PREMIUM PRO-FIT

Hjá Bústólpa hafa nú verið þróaðar og settar í sölu tvær nýjar kjarnfóðurblöndur sem ætlað er að tryggja hámarksefnamagn í mjólk, bæði fitu og prótein, um leið og nyt er hámörkuð. Með þessu fóðri eru sameinaðir kostir hefðbundinna fiskimjölsblandna Bústólpa og sérblandna sem ætlað er að vinna sérstaklega gegn lágu fituinnihaldi í mjólk.


meira

11.03 2014
Verðlisti á sáðvörum 2014
Þá er verðlisti á sáðvörum kominn út hjá Bústólpa. Eins og áður bjóðum við mjög hagstæð verð á sáðvöru. Fram til 25. apríl er í gildi 5% pöntunarafsláttur og einnig er í boði 5% staðgreiðsluafsláttur og er þá miðað við að greitt sé við afhendingu í vor.

Verðlisti sáðvöru hjá Bústólpa 2014 - sjá hér
meira


Eldri fréttir